Rayan Sharifa sigraði á æfingu 12. nóvemberr sl. Rayan fékk fullt hús vinninga 7v af sjö mögulegum. Sex komu út úr skákunum og að auki leysti hann dæmi æfingarinnar rétt. Að þessu sinni var Garðar Már Enarsson í öðru sæti með sex vinninga og 21,5 stig. Þriðji var Óttar Örn Bergmann Sigfússon með 4,5v og 20,5 stig. Það er nokkuð um liðið síðan Garðar var síðast í verðlaunasæti.
Fyrirkomulagið á æfingunni var þannig að skipt var í tvo flokka eftir aldri og getu. Í lokaumferðinni tefldu svo þau í yngri flokknum gegn þeim eldri eftir þeirri röð sem þá var í flokknunum. Eins og við var búist vann sá eldri oftast en á því var samt ein undantekning því Gunnar Aðalsteinn Jóhannsson vann sinn andstæðing. Efstur í yngri flokknum var Kiril Alexander Igorsson.
Í æfingunum tóku þátt: Rayan Sharifa, Garðar Már Einarsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Árni Benediktsson, Einar Dagur Brynjarsson, Elfar Ingi Þorsteinsson, Kiril Alexander Igorsson, Gunnar Aðalsteinn Jóhannsson, Timon Pálsson, Ignat Igorsson og Elísabet.
Næsta æfing verður mánudaginn 19. nóvember 2018 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Lyfjaval í Mjódd og salurinn er á þriðju hæð.