Rayan Sharifa sigraði með fullu húsi 5v af fimm mögulegum eldri flokki á æfingu 5.  nóvember sl. Annar var Óttar Örn Bergmann Sigfússon með 4v og þriðji Einar Dagur Brynjarsson með 3v. Ekkert dæmi var lagt fyrir á þessari æfingu. Í þess stað var tefld þemaskák í eldri flokki í hluta æfingarinnar. Eins og undanfarið var c3 afbrigðið í sikileyjarvörn til skoðunar

Í yngri flokki var Gunnar Aðalsteinn Jóhannsson hlutskarpastur einnig með fullt hús vinninga 5v af fimm mögulegum. Annar var Kiril Alexander Igorsson með 4v og síðan komu jafnir með 3v Lemuel Goitom Haile og Ýmir Jóhannesson. Þeir voru einnig jafnir á stigum og hlutu því báðir verðlaun.

Í æfingunum tóku þátt: Rayan Sharifa, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Einar Dagur Brynjarsson, Bergþóra Helga Gunnarsdóttir, Elfar Ingi Þorsteinsson, Viktor Már Guðmundsson, Árni Benediktsson, Gunnar Aðalsteinn Jóhannsson Kiril Alexander Igorsson, Lemuel Goitom Haile,Ýmir Jóhannsson, Áskur Jóhannsson, Alexander Björnsson og Ignat Igorsson.