22.11.2011 kl. 17:01
Rúnar og Hermann efstir á æfingu.
Rúnar Ísleifsson og Hermann Aðalsteinsson urðu efstir og jafnir á skákæfingu í gærkvöld með 4 vinninga af 5 mögulegum. Rúnar tapaði gegn Hermanni, en Hermann gerði tvö jafntefli. Tefldar voru 5 umferðir eftir monrad og var umhugsunartíminn 15 mín á mann.
Úrslit kvöldsins:
1-2. Rúnar Ísleifsson 4 af 5
1-2. Hermann Aðalsteinsson 4
3. Ævar Ákason 3,5
4-5. Ármann Olgeirsson 3
4-5. Sigurgeir Stefánsson 3
6. Snorri Hallgrímsson 2,5
7-8. Heimir Bessason 2
7-8. Sighvatur Karlsson 2
9. Hlynur Snær Viðarsson 1
Næsta skákæfing verður að viku liðinni á Húsavík.
