18.4.2010 kl. 21:41
Rúnar Sigurpálsson Hraðskákmeistari Norðlendinga 2010 !
Rúnar Sigurpálsson varð hraðskákmeistari Norðlendinga 2010 í dag. Hann vann titilinn eftir harða baráttu við Áskel Örn . Áskell og Rúnar unnu alla andstæðinga sína en gerði jafntefli sín á milli. Einvígi þurfti til til að skera úr um úrslit og fór einvígið 1 – 1. Þá var gripið til bráðabana og þá hafði Rúnar betur. Sigurður Eiríksson hafnaði í 3. sæti.
Rúnar Sigurpálsson Hraðskákmeistari Norðlendinga 2010 !
Lokastaðan:
1. Rúnar Sigurpálsson 11,5 vinn af 12 mögul.
2. Áskell Örn Kárason 11,5
3. Sigurður Eiríksson 9
4. Tómas Veigar Sigurðarson 8
5. Sveinbjörn Sigurðsson 7
6-7. Karl Steingrímsson 6
6-7. Haki Jóhannesson 6
8-9 Ævar Ákason 5
8-9 Bragi Pálmason 5
10. Benedikt Þór Jóhannsson 4
11. Hlynur Snær Viðarsson 3
12. Hermann Aðalsteinsson 2
13. Valur Heiðar Einarsson 0
