Seinni hluti Íslandsmóts Skákfélaga fer fram um helgina í Fjölnishöllinni í Reykjavík. Goðinn er með A og B-lið í keppni í 4. deild og standa vonir til þess að A-lið Goðans takist að vinna sig upp í 3. deild fyrir næsta keppnistímabil. Ljóst er að til þess að það gangi eftir verður A-liðið að vinna allar sínar þrjár viðureignir sem eftir eru og vonast eftir hagstæðum úrslitum í öðrum viðureignum.

A-liðið fær sveit Dímons í 5. umferð kl 11:00 á laugardag og B-liðið teflir gegn KR-f sveit sem vermir neðsta sætið í 4 deild. Ekki er vitað hvaða andstæðinga sveitir Goðans fá í 6 og 7. umferð. Úrslit ættu að liggja fyrir um miðjan dag á sunnudag.

Mótið á chess-results.

Staðan í 4. deild 
Rk. SNo Team Games   +   =   –  TB1  TB2  TB3
1 11 Skákdeild KR c-sveit 4 4 0 0 8 17,5 0
2 12 Víkingaklúbburinn c-sveit 4 3 1 0 7 15,5 0
3 6 Dímon 4 3 0 1 6 15,5 0
4 5 Skákfélagið Goðinn a-sveit 4 2 1 1 5 16 0
5 14 Vinaskákfélagið b-sveit 4 2 0 2 4 15,5 0
6 16 Skákdeild KR d-sveit 4 2 0 2 4 13,5 0
7 3 Skákdeild KR e-sveit 4 2 0 2 4 13,5 0
8 8 Skákdeild Breiðabliks d-sveit 4 2 0 2 4 13 0
9 10 Taflfélag Reykjavíkur f-sveit 4 2 0 2 4 12,5 2
10 2 Taflfélag Vestmannaeyja c-sveit 4 2 0 2 4 12,5 0
11 4 Skákfélag Grindavíkur 4 2 0 2 4 10,5 0
12 9 Taflfélag Reykjavíkur g-sveit 4 2 0 2 4 7,5 0
13 1 Skákfélagið Goðinn b-sveit 4 1 0 3 2 9,5 0
14 7 Skákdeild Fjölnis c-sveit 4 1 0 3 2 9,5 0
15 15 Skákdeild Breiðabliks e-sveit 4 1 0 3 2 9 0
16 13 Skákdeild KR f-sveit 4 0 0 4 0 1 0

 

B-sveit Goðans