Aðalfundur Skákfélagsins Goðans 2023 var haldinn í gærkvöldi í Framsýnarsalnum á Húsavík. Átta félagsmenn mættu á fundinn sem hófst kl 21:00.  Þar bar helst til tíðinda að ný lög fyrir Skákfélagið Goðann, voru samþykkt samhljóða með örlitlum orðalagsbreytingum, frá þeirri tillögu sem lá fyrir fundinum.

Stjórn félagsins verður óbreytt næsta árið, en hana skipa Hermann Aðalsteinsson formaður, Rúnar Ísleifsson gjaldkeri og Sigurbjörn Ásmundsson ritari. Ingi Hafliði Guðjónsson var kjörin fyrsti varamaður í stjórn og Ævar Ákason var kjörinn skoðunarmaður reikninga/endurskoðandi.

Málefni félagsins voru mikið rædd á fundinum og þá sérstaklega framtíðar fjármögnun þess. Ákveðið var að hækka félagsgjöldin talsvert en þau hafa verið óbreytt í nokkuð mörg ár. Fleiri aðgerðir til að styrkja fjárhagsstöðuna til framtíðar voru ræddar.

Fundargerð Aðalfundar Skákfélagsins Goðans 2023 verður aðgengileg hér von bráðar.