29.1.2009 kl. 10:32
Sigur hjá Barða í næst síðustu umferð.
Barði Einarsson vann Pál Andrason (1564) í 8. og næst síðustu umferð á skákþingi Reykjavíkur sem tefld var í gærkvöld.
Barði er í 35 sæti með 4 vinninga. Alls taka þátt 62 keppendur í mótinu.
9. og síðasta umferð verður tefld á föstudagskvöld. Þá hefur Barði hvítt á Þór Valtýsson (2099). H.A.
