25.2.2008 kl. 09:46
Sigur hjá okkar mönnum í lokaumferðinni.
Okkar menn unnu allir sínar skákir í 7. og síðustu umferð skákþings Akureyrar sem fram fór í gær.
Jakob Sævar – Sigurður Arnarsson 1-0
Sigurbjörn – Ulker Gasanova 1-0
Hermann – Hjörtur Snær Jónsson 1-0
Jakob Sævar varð efstur af Goðamönnum með 4 vinninga og 7. sæti í mótinu
Hermann fékk 3,5 vinninga og 11 sætið
Sigurbjörn fékk 3 vinninga og 14 sætið
Alls tóku 17 keppendur þátt í mótinu.
Árangur okkar manna er svona nokkuð eftir væntingum fyrir mótið og var það sérstaklega ánægjulegt að sjá Sigurbjörn vinna skák sína í dag eftir frekar óvænt tap í 6. umferð.
Gylfi Þórhallsson og Sigurður Eiríksson urðu efstir og jafnir með 5,5 vinninga og heyja þeir einvígi um titilin skákmeistari Akureyrar síðar í vetur.
Nánari upplýsingar um mótið er að finna á heimasíðu S.A. http://www.skakfelag.muna.is/ H.A