Stefán meistari. Jakob varð í 9-11. sæti með 3,5 vinninga.

Stefán Bergsson (2139) tryggði sér Norðurlandsmeistaratitilinn eftir mjög góðan sigur á stórmeistaranum Hannesi Hlífari Stefánsson (2513) í sjöundu og síðustu umferð Skákþings Norðlendinga sem fram fór á Sauðárkróki um helgina. Hannes sigraði engu að síður á mótinu. Þorvarður F. Ólafsson (2237) varð annar með 5,5 vinning en Stefán og Sverrir Örn Björnsson (2135) urðu í 3.-4. sæti með 5 vinninga.

Jakob Sævar Sigurðsson

Vigfús Ó. Vigfússon fékk verðlaun skákmanna með minna en 2000 skákstig en Jón Arnljótsson, Sigurður Ægisson og Jakob Sævar Sigurðsson urðu eftir skákmanna með minna en 1800 skákstig.

Það var Skákfélag Sauðárkróks sem hélt mótið og bar Unnar Rafn Ingvarsson, formaður félagsins, hitann og þungann af mótshaldinu.Helstu styrktaraðilar þess voru Kaupfélag Skagafjarðar, FISK Seafood, Sparisjóður Sauðárkróks, Skáksamband Íslands og Sveitarfélagið Skagafjörður. 

Úrslit sjöundu umferðar má finna hér.

Lokastöðu mótsins má nálgast hér.