IMG_2169Það voru 18 ungir skákmenn sem tóku þátt í Huginsæfingu í Mjóddinni þann 3. nóvember síðastliðinn.  Í fyrri hluta æfingarinnar var skipt í tvo flokka eftir aldri og styrkleika og tefldar þrjár umferðir. Í þessum hluta æfingarinnar var Óskar Víkingur Davíðsson eftstur í eldri flokki, Heimir Páll Ragnarsson var annar og Stefán Orri Davíðsson náði þriðja sætinu eftir stigaútreikning. Í yngri flokki var Gabríel Sær Bjarnþórsson í fyrsta sæti, Þórdís Agla Jóhannsdóttir varð önnur og Arnar Jónsson þriðji.

IMG_2176Pizzurnar voru sóttar meðan á þriðju umferð stóð og þátttakendur gæddu sér á flatbökunum eftir umferðina. Meðan á því stóð kom Þröstur Þórhallsson stórmeistari í heimsókn. Hann fjallaði m.a. um það þegar hann var ungur skákmaður og hvað hann gerði IMG_2179til að ná árangri. Þátttakendur fengu síðan að spyrja Þröst spjörunum úr og vantaði hvorki spurningar og umræðu í framhaldinu. M.a. var Þröstur spurður út í skákstigin sín þegar hann var 8 ára. Þeir sem voru á þeim aldri komust að því að þeir þyrftu að hækka sig aðeins áður en þeir yrðu 9 ára.

IMG_2184Þegar spurningarnar voru tæmdar hófst fjölteflið. Þátttakendur fengu að ráða því hvort þeir voru með hvítt eða svart og mátt sitja yfir einu sinni þegar Þröstur kæmi að borðinu. Þessu var að vísu ekki fylgt nákvæmlega eftir þannig að sumir fengu IMG_2172nokkurn tíma til að hugsa næstu leiki og vanda sig meira. Fjölteflið dróst því aðeins á langinn en kláraðist rétt fyrir hálf átta. Þrír keppendur gerðu jafntefli við Þröst en það voru: Atli Mar Baldursson, Birgir Ívarsson og Óskar Víkingur Davíðsson. Atli Mar stóð meira að segja til vinnings a.m.k. um tíma í skákinni. Góður rómur var gerður að fjölteflinu og höfðuþátttakendur gaman af. Miðað við þetta fjöltefli þá er nauðsynlegt að vera með slíka viðburði oftar.

Í æfingunni tóku þátt: Óskar Víkingur Davíðsson, Heimir Páll Ragnarsson, Stefán Orri Davíðsson, Brynjar Haraldsson, Baltasar Máni Wedholm, Birgir Ívarsson, Oddur Þór Unnsteinsson, Axel Óli Sigurjónsson, Atli Mar Baldursson, Ívar Andri Hannesson, Gabríel Sær Bjarnþórsson, Þórdís Agla Jóhannsdóttir, Arnar Jónsson, Birgir Logi Steinþórsson,  Adam Omarsson, Alexander Már Bjarnþórsson, Óttar Örn Bergmann og Róbert Antionio V. Róbertsson.

Næsta æfing verður mánudaginn 10. nóvember og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.