Nýjasti félagsmaður Hugins, stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson, tefldi sína fyrstu landsliðsskák í Evrópukeppni landsliða, sem fram fór í bænum Porto Carras á Spáni í nóvember árið 2011.
Strax í fyrstu umferð beið hans erfitt verkefni, því hann skyldi tefla á fyrsta borði, við hinn ógnarsterka íslandsvin, Alexei Shirov. Verkefið óx honum ekki í augum, enda hélt hann yfirvegun og lagði ljónið að velli í rúmlega 40 leikjum. Ekki slæm byrjun!