14.3.2013 kl. 11:21
Skákmót öðlinga. Sigurður Daði vann í fyrstu umferð
FIDE-meistarinn Sigurður Daði Sigfússon (2324) tekur þátt í skákmóti Öðlinga sem hófst í gær. Sigurður vann skák sína í fyrstu umferð gegn Einar Bjarka Valdemarssyni (1849). Sigurður mætir Eiríki Björnssyni (1967) í annarri umferð.

Sigurður Daði Sigfússon (til vinstri) í skák sinni við Smára Sigurðsson á Framsýnarmótinu 2012
Alls tóku 30 skákmenn þátt sem telst prýðisgóð þátttaka. Úrslit gærdagsins voru hefðbundin, þ.e. hinir stigahærri unnu almennt hina stigalægri. Önnur umferð fer fram á nk. miðvikudagskvöld.
Öll úrslit 1. umferðar má finna hér.
Röðun 2. umferðar sem fram fer á miðvikudagskvöld má finna hér.
