30.1.2008 kl. 21:03
Skákþing Akureyrar 2008.
Skákþing Akureyrar hefst sunnudaginn 3 febrúar kl 14:00. Tefldar verða 7 umferðir eftir monrad-kerfi. Tímamörk eru 90 mín + 30 sek/á leik. Teflt verður í Íþróttahöllinni á Akureyri. Dagskráin er eftirfarandi :
1 umf. sunnudaginn 3 feb kl 14:00
2 umf. fimmtudagskvöldið 7 feb kl 19:30
3 umf. sunnudaginn 10 feb kl 14:00
4 umf. fimmtudagskvöldið 14 feb kl 19:30
5 umf. sunnudaginn 17 feb kl 14:00
6 umf. fimmtudagskvöldið 21 feb kl 19:30
7 umf. sunnudaginn 24 feb kl 14:00
Félagsmönnum í Goðanum er velkomið að taka þátt í mótinu. Keppnisgjaldið er 2000 kr. Líklegt er að 3 keppendur úr Goðanum taki þátt í mótinu. Að sjálfsögðu verður fylgst með gangi okkar manna og skýrt frá því hér á síðunni. H.A.
