17.3.2010 kl. 23:04
Sigurbjörn efstur á æfingu.
Sigurbjörn Ásmundsson varð efstur á skákæfingu sem fram fór á Húsavík í kvöld. Sigurbjörn gaf engin grið og vann alla andstæðinga sína. Tefldar voru skákir með 10 mín umhugsunartíma.
Úrslit kvöldsins:
1. Sigurbjörn Ásmundsson 5 vinn af 5 mögul.
2. Heimir Bessason 3
3-4. Benedikt Þór Jóhannsson 2,5
3-4. Ævar Ákason 2,5
5. Hermann Aðalsteinsson 2
6. Sighvatur Karlsson 0
Næsta skákæfing verður einnig á Húsavík að viku liðinni að afloknum aðalfundi Goðans. H.A.