Jakob Sævar Sigurðsson
Í gær fór fram 3. umferð Norðurorkumótsins, Skákþings Akureyrar 2015, en Jakob Sævar Sigurðsson er meðal þátttakenda. Í umfjöllun um umferðina á vef skákfélags Akureyrar segir ma. þetta.

Á 5. borði tefldu Haki og Jakob. Skákin varð fjörug eftir fremur rólega byrjun þar sem báðir keppendur vildu helst ekki leika peðum sínum nema um einn reit í einu. Reyndar gerðist það bara einu sinni fyrir utan byrjunarleikina 1.e4 og 1…e5. Eftir 20 leiki fékk Jakob hrók og tvö peð fyrir tvo menn. Jakob fékk frípeð á kóngsvæng en Haka tókst að skorða þau og sættust þeir þá á jafntefli eftir 38 leiki. Jakob Sævar tapaði fyrir Ólafi Kristjánssyni í annari umferð fyrir rúmri viku síðan og er í 9. sæti með 1.5 vinninga
Röðun í næsta umferð er ekki klár þar sem ein frestuð skák á eftir að fara fram.
