P10305965. umferð Nóa Siríus mótsins fór fram í kvöld, fimmtudag.

Fyrir umferðina voru fjórir efstir og jafnir með 3,5 vinninga: GM Þröstur Þórhallsson (2433),  IM Jón Viktor Gunnarsson (2433) FM Guðmundur Gíslason (2315) og Jón Trausti Harðarson (2067).

Þröstur og Guðmundur Gíslason áttu að mætast á 1. borði í umferðinni en skákinni var frestað vegna veðurs. Annar þeirra getur því enn blandað sér í hóp efstu manna.

IM Jón Viktor Gunnarsson (2433) vann öruggan sigur á Jóni Trausta (2067) og er því einn efstur með 4,5 vinninga af 5!

P1030590En það var Dagur Ragnarsson (2059) sem stal senunni þegar hann hafði sigur gegn IM Karli Þorsteins (2456) og blandaði sér í hóp efstu manna. Hann er nú í 2. – 3. sæti og hefur unnið heil 90 skákstig það sem af er móti!

Hann er þó ekki sá eini sem mokar inn stigum í mótinu. Þannig hafa Gauti Páll Jónsson (1871) og Björn Hólm Birkisson (1911) nælt sér í helling af stigum; Gauti Páll 60 stig og Björn Hólm 38 stig.

 

 

 

Önnur úrslit urðu svo til öll eftir bókinni með örfáum undantekningum. Sem oft áður á yngri kynslóðin talsvert af hagstæðum úrslitum:

Lenka Ptácníková (2270) – Hrafn Loftsson (2165) 0 – 1

Gauti Páll Jónsson (1871) – Haraldur Baldursson (2000) 1 – 0

Gunnar Freyr Rúnarsson (2045) – Kristján Eðvarsson (2178) 1/2 – 1/2

Bárður Örn Birkisson (1843) – Loftur Baldvinsson (1987) 1/2 – 1/2

Guðmundur Kristinn Lee (1661) – WFM Guðlaug Þorsteinsdóttir (1976) 1/2 – 1/2

stadan_5umf