Norðurorkumótið, Skákþing Akureyrar 2015 hófst í gær með 10 skákum. Hart var barist á öllum borðum og engin skák endaði með jafntefli. 21 keppandi er skráður til leiks. Huginsmaðurinn Jakob Sævar Sigurðsson (1806) tekur þátt í mótinu og vann Jakob hinn unga Oliver Ísak Ólafsson í fyrstu umferðinn í gær.
Jakob Sævar mætir hinum gamal reynda Ólafi Kristjánssyni (2118) með hvítu mönnunum í annari umferð, sem fram fer nk. sunnudag kl 13:00