Úrslitakeppnin Janúarmótsins (playoff) hefst kl 10:30 í Framsýnarsalnum á Húsavík nk. laugardag, en þá verður fyrri umferðin tefld. Seinni umferðin hefst kl 14:30, en má hefjast fyrr ef tekst um það samkomulag milli andstæðinga.

Úrslitakeppnin er keppni á milli austur og vesturriðila um endanlega röðun í Janúarmótinu.

Efstu menn í báðum riðlum keppa um sigurinn í mótinu og tefla tvær skákir. Þeir sem lentu í öðru sæti í riðlunum tefla um 3-4. sætið í heildarmótinu og svo koll af kolli.

Samanlögð vinningatala ræður úrslitum. Verði jafnt eftir báðar umferðir verða tefldar tvær hraðskákir (5 mín) og svo armageddon-skák verði enn jafnt.

Tímamörkin eru þau sömu og í riðlakeppni Janúarmótsins, 60mín+30 sek á leik.

Mótið á Chess-Results

lokakeppni_keppendur

Hér má sjá hverjir tefla saman og um hvaða sæti. Ein breyting er þó á þessum viðureignum, en Sam Rees kemur inn í mótið í stað Heimis Bessasonar og teflir Sam því við Jón Aðalstein um 13-14 sætið.