18.4.2008 kl. 12:55
Skákþing Goðans 2008.
Skákþing Goðans 2008 Fosshóll 23-27 apríl
Miðvikudagskvöldið 23 apríl kl 20:00 1-3 umferð atskák 25 mín á mann.
Föstudagskvöldið 25 apríl kl 20:00 4. umferð 90 mín + 30 sek á leik
Laugardagur 26 apríl kl 13:00 5. umferð 90 mín + 30 sek á leik
Boðið verður uppá kaffi og kökur á milli umferða á laugardeginum !
Laugardagur 26 apríl kl 17:00 6. umferð 90 mín + 30 sek á leik
Sunnudagur 27 apríl kl 13:00 7. umferð 90 mín + 30 sek á leik
Mótið verður reiknað til Íslenskra skákstiga.
Keppnisgjald er 2000 kr. Innifalið í því er kaffi allan tímann og kökur á laugardeginum á milli umferða.
Ekki verður keppt í Ljósvetningabúð á laugardag, eins og áður hafði verið auglýst. Allar umferðir verða tefldar á Fosshóli.
Varðandi keppnis fyrirkomulagið á laugardeginum, þá er miðað við að 6. umferð hefjist skömmu eftir að síðustu skák líkur úr 5. umferð !
Keppnisfyrirkomulagið miðast við 7 umferðir eftir monrad-kerfi.
Til þess að svo megi verða þurfa amk 12 keppendur að vera með í mótinu.
Nánari skýringar :
12 keppendur eða fleiri 7 umferðir monrad. (Óbreytt dagskrá)
10-11 keppendur = 6 kappskákir eftir monradkerfi. (1 miðv. 1 föstud 2 laug og 2 sun)
9 keppendur = 4 atskákir + 4 kappskákir, allir við alla.
8 keppendur = Óbreytt dagskrá allir við alla.
7 keppendur = 6 kappskákir allir við alla (1 á miðvikudkv. 1 á Föstudagskv 2 á laugardag og 2 á sunnudag)
Reglur varðandi frestaðar / flýttar skákir (miðað við 7 umf. monrad)
Það skal tekið fram að eigi einhverjir keppendur erfitt með að tefla 4. umferð á tilsettum tíma á föstudagskvöldinu er þeim heimillt að tefla skákina fyrir fram, ef andstæðingur samþykkir, a.m.k. þannig að skákinni sé lokið áður en næsta umferð hefst. Eins verður heimilt að fersta skákum í 6. umferð fram til kl 20:00 um kvöldið henti það einhverjum keppendum…. Ekki verður mögulegt að fresta öðrum skákum.
Verði mótið með allir við alla keppnisfyrirkomulagi verður „auðveldara“ að fresta eða flýta skákum, með samþykki andstæðings og mótsstjórnar
Mótsstjórn : Ármann og Hermann.
Þó svo að mótið sé innanfélagsmót þá eru skákmenn úr öðrum félögum velkomnir til keppni sem gestir.
Nauðsynlegt er að keppendur skrái sig hjá formanni í síma 4643187 eða sendi mail á lyngbrekka@magnavik.is eða hildjo@isl.is
STJÓRNIN
