Skákþing Goðans 2010 !

Skákþing Goðans 2010 fer fram helgina 19-21 febrúar nk. í sal Framsýnar-stéttarfélags að Garðarsbraut 26 á Húsavík.

Tefldar verða 7 umferðir eftir monrad-kerfi, 3 atskákir og 4 kappskákir.
Mótið verður reiknað til Íslenskra skákstiga.                                 

                                Dagskrá:

Föstudagur   19 febrúar  kl 20:30  1-3 umferð.   (atskák 25 mín )
Laugardagur 20 febrúar  kl 10:00  4. umferð.     (90 mín +30 sek á leik)
Laugardagur 20 febrúar  kl 14:00  5. umferð.       ——————-
Sunnudagur  21 febrúar  kl 10:00  6. umferð.       ——————-
Sunnudagur  21 febrúar  kl 14:00  7. umferð.        —————— 
 

Hugsanlegt er að 5 og 7. umferð hefjist seinna en ráð er fyrir gert, ef einhverjar skákir dragast á langinn úr 4 eða 6. umferð.  Mögulegt verður að fresta skák í 5. umferð til kvöldsins.Mögulegt verður að flýta skák úr 6. umferð þannig, að hún verði tefld kvöldið áður.
Frestun og/eða flýting á skák er þó háð samþykkis andstæðings og skákstjóra !
Skákum í öðrum umferðum verður ekki hægt að fresta eða flýta. 
 

Verðlaun verða með hefðbundnu sniði. 3 efstu í fullorðins flokki og 3 efstu í 16 ára og yngri.
Farandbikar fyrir sigurvegarann. 
  
Þátttökugjald er 2000 krónur fyrir fullorna og 1000 krónur fyrir 16 ára og yngri.  
Skráning í mótið er hér fyrir ofan á sérstöku skráningarformi hér efst á heimasíðu Goðans !


Núverandi skákmeistari Goðans er Benedikt Þorri Sigurjónsson, en hann mun ekki verja tiltilinn í ár vegna vinnu hans við þróunarstörf í Unganda, en þar hefur hann verið undanfarna mánuði.
Þetta verður 7. skákþing Goðans frá upphafi og lista yfir titilhafanna er hér fyrir neðan:

2004    Baldur Daníelsson.
2005    Ármann Olgeirsson
2006    Ármann Olgeirsson       
2007    Smári Sigurðsson         
2008    Smári Sigurðsson 
2009    Benedikt Þorri Sigurjónsson
2010      ?