Skákþing Hugins á norðursvæði fer fram helgarnar 28 feb-1 mars og 7-8. mars nk. Teflt verður í Framsýnarsalnum að Garðarsbraut 26 á Húsavík.

huginn_blatt_stort

Dagskrá:

Laugardaginn 28. feb kl  10:30   1. umferð   tímamörk 30 mín á mann (atskák)
Laugardaginn 28. feb kl  11:30   2. umferð
Laugardaginn 28. feb kl  13:30   3. umferð
Sunnudagur    1. mars kl 11:00  4. umferð  90 mín +30 sek/ á leik.

Mótshlé.

Laugardagur   7. mars kl 10:30 5. umferð   90 mín +30 sek/á leik
Laugardagur   7. mars kl 16:00 6. umferð
Sunnudagur    8. mars kl  11:00 7. umferð 

Mögulegt verður að fresta eða flýta skákum í 4. umferð ef samkomulag næst við andstæðing um það. Æskilegt er að frestuðum skákum verði tefldar mánudaginn 2. mars, svo að pörnu í 5. umferð tefjist ekki mikið. Einnig er möguleiki á því að flýta skákum í 5. umferð. Skákum í öðrum umferðurm verður ekki hægt að fresta eða flýta. Mögulegt verður þó að hnika einstaka skákum fram eða aftur um 1-2 klukkutíma náist um það samkomulag við viðkomandi andstæðing.

Nýtt – sjálfvalin yfirseta (BYE)

Heimilt verður hverjum keppenda að taka sjálfvalda yfirsetu (bye) tvisvar í mótinu, en þó aðeins í umferðum 1-5. Æskilegt er að tilkynna sjálfvalda yfirsetu skriflega til mótsstjóra fyrir upphaf móts. Beiðnir um sjálfvalda yfirsetu eftir að mót er hafið, verða þó teknar til skoðunar berist þær áður en næstu umferð á undan er hafin, ef óskað er eftir yfirsetu í næstu umferð þar á eftir.

Þetta verður í fyrsta skipti sem sjálfvalin yfirseta verður möguleg á skákþingi Hugins á norðursvæði og er það hugsað fyrst og fremst til þess að auðvelda keppendum þátttöku.

Ath. Hálfur vinningur fæst fyrir sjálfvalda yfirsetu. Leiði sjálfvalin yfirseta hjá einhverjum keppenda til þess að það stendur á stöku í viðkomandi umferð og einhver annar keppandi fær óumbeðna yfirsetu vegna þess, hlýtur viðkomandi heilan vinning fyrir það.

Mótið verður reiknað til ísl og fide-skákstiga. (bæði at og standard stiga)

Þátttökugjald er 2.000 kr fyrir félagsmenn Hugins, bæði fullorðna og 16 ára og yngri, en 2.500 kr fyrir aðra.

Verðlaun

Farandbikar fyrir skákmeistarann og verðlaun fyrir 1-3 sæti.

Farandbikar fyrir vinningahæsta í flokki 16 ára og yngri og verðlaun fyrir 1-3. sæti.

Einungis félagsmaður í Huginn getur orðið meistari.

Skráning í mótið fer fram hjá formanni í síma 4643187, 8213187 eða á lyngbrekku@simnet.is