Jakob Sævar Sigurðsson
Jakob Sævar Sigurðsson

Jakob Sævar Sigurðsson, hinn víðförli, stígur fast til jarðar þessa daganna en hann teflir í tveimur mótum í einu nú um stundir og hvorugt þeirra fer fram í hans heimabyggð, Fjallabyggð.

Annað mótið er Skákþing Akureyrar sem er komið vel á veg, en eftir fimm umferðir hefur Jakbo innbyrt þrjá vinninga. Í næst síðustu umferð sem fram fer nk. sunnudag, hefur Jakob hvítt gegn Smára Ólafssyni (1972) bílstjóra.

Hitt mótið sem Jakob Sævar tekur þátt í hófst sl. miðvikudag á Sauðárkróki og nefnist Skákþing Skagafjarðar, en þar keppa Skagfirðingar og Siglfirðingar. Jakob hóf mótið með sigri gegn sveitunga sínum Knúti Finnbogasyni (1610) frá Siglufirði.

Í annarri umferð sem fram fer á morgun verður Jakob með svart gegn Skagfirðing, sem heitir Einar Örn Hreinsson (0) Jakob er þriðji stigahæsti keppandinn á mótinu.

Jakob hefur teflt mikið á nýju ári og ef fram fer sem horfir verður Jakob búinn að ljúka sinni 25. kappskák þann 8. mars nk. á rétt rúmlega tveim mánuðum.

Janúarmót Hugins 9 skákir          (lokið)
Skákþing Akureyrar 7 skákir       (ólokið)
Skákþing Skagafjarðar 5 skákir  (ólokið)
Skákþing Hugins            4 skákir    (ekki hafið)

Skákþing Akureyrar á chess-results
Skákþing Skagafjarðar á chess-results