Skákþing Norðlendinga verður haldið í félagsheimili SA á Akureyri dagana 18. – 20. september 2015. Mótið er jafnframt Haustmót Skákfélags Akureyrar.
Telfdar verða sjö umferðir. Fyrstu fjórar umferðirnar verða atskákir (25 mín) en lokaumferðirnar þrjár verða kappskákir (90 mín + 30 sek fyrir hvern leik).
Dagskrá:
1-4. umferð föstudaginn 18. september kl. 20.00.
- umferð laugardaginn 19. september kl. 10.00.
- umferð laugardaginn 19. september kl. 15.00 (eða a.m.k. 45 mín eftir lok 5. umferðar)
- umferð sunnudaginn 20. september kl. 10.00.
Hraðskákmót Norðlendinga/Hausthraðskákmótið kl. 15.00 (eða a.m.k. 25 mín eftir lok 7. umferðar)
Verðlaunafé að lágmarki 100.000 kr. Nánar auglýst síðar.
Titlar og verðlaun:
Mótið er öllum opið og allir keppa um sömu verðlaun, óháð búsetu eða félagsaðild.
Titilinn „Skákmeistari Norðlendinga“ getur aðeins sá hlotið er á lögheimili á Norðurlandi.
Titilinn „Skákmeistari Skákfélags Akureyrar“ getur aðeins hlotið félagsmaður í SA.
Verði fleiri en einn jafn í keppni um titilinn „Skákmeistari Norðlendinga“ munu stig ráða og eru keppendur hvattir til að kynna sér stigaútreikning áður en móti lýkur.
Verði fleiri en einn jafn í keppni um titilinn „Skákmeistari Skákfélags Akureyrar“ verður telft um titilinn.