Skákþing Norðlendinga verður haldið í félagsheimili SA á Akureyri dagana 18. – 20. september 2015. Mótið er jafnframt Haustmót Skákfélags Akureyrar.

Telfdar verða sjö umferðir. Fyrstu fjórar umferðirnar verða atskákir (25 mín) en lokaumferðirnar þrjár verða kappskákir (90 mín + 30 sek fyrir hvern leik).

Dagskrá:

1-4. umferð föstudaginn 18. september kl. 20.00.

  1. umferð laugardaginn 19. september kl. 10.00.
  2. umferð laugardaginn 19. september kl. 15.00 (eða a.m.k. 45 mín eftir lok 5. umferðar)
  3. umferð sunnudaginn 20. september kl. 10.00.

Hraðskákmót Norðlendinga/Hausthraðskákmótið kl. 15.00 (eða a.m.k. 25 mín eftir lok 7. umferðar)

 

Verðlaunafé að lágmarki 100.000 kr. Nánar auglýst síðar.

 

Titlar og verðlaun:

Mótið er öllum opið og allir keppa um sömu verðlaun, óháð búsetu eða félagsaðild.

Titilinn „Skákmeistari Norðlendinga“ getur aðeins sá hlotið er á lögheimili á Norðurlandi.

Titilinn „Skákmeistari Skákfélags Akureyrar“ getur aðeins hlotið félagsmaður í SA.

Verði fleiri en einn jafn í keppni um titilinn „Skákmeistari Norðlendinga“ munu stig ráða og eru keppendur hvattir til að kynna sér stigaútreikning áður en móti lýkur.

Verði fleiri en einn jafn í keppni um titilinn „Skákmeistari Skákfélags Akureyrar“ verður telft um titilinn.