Skákþing Norðlendinga 2018 verður haldið 27. – 29. apríl á Húsavík. Telfdar verða sjö umferðir. Fyrstu fjórar umferðirnar verða atskákir (25 mín) en lokaumferðirnar þrjár verða kappskákir (90 mín + 30 sek fyrir hvern leik). Mótið verður reiknað til íslenskra og alþjóðlegra stiga.

Skákmeistari Norðlendinga getur aðeins orðið sá sem á lögheimili á Norðurlandi, en mótið er öllum opið.

Skákstjóri verður Ingibjörg Edda Birgisdóttir.

Núverandi Skákmeistari Norðlendinga er Haraldur Haraldsson frá Akureyri.

Mótsstaður: Framsýn, Garðarsbraut 26.

Dagskrá

• Mótið hefst kl. 20.00 á föstudagskvöldið 27. apríl, en þá verða telfdar 4 umferðir af 25 mínútna atskákum.
• 5. umferð kl. 11.00 laugardaginn 28. apríl (kappskák 90 + 30 sekúndur á leik)
• 6 umferð kl. 17.00 laugardaginn 28. apríl (kappskák 90 + 30 sekúndur á leik)
• 7. umferð kl. 11.00 sunnudaginn 29. apríl (kappskák 90 + 30 sekúndur á leik)

Verðlaun

1. sæti 45.000 kr.
2. sæti 30.000
3. sæti 20.00
4. sæti 15.000
5. sæti 10.000

Aukaverðlaun fær efsti skákmaður með minna en 1800 stig, 10.000 kr.. Verði menn jafnir að vinningum skiptast verðlaun jafnt milli þeirra.

Verðlaun verða einnig veitt fyrir þrú efstu sætin í flokkin skákmanna 16 ára og yngi.

Þátttökugjöld

Þátttökugjöld fullorðnir : 4000 kr.
Unglingar 16 ára og yngri : 2000 kr.

Yfirseta

Heimilt verður hverjum keppanda að taka sjálfvalda yfirsetu (bye) tvisvar í mótinu og fæst hálfur vinningur fyrir hvert bye.

Ekki verður þó hægt að taka bye í 1. eða 7. umferð.

Tilkynna þarf til skákstjóra hvenær keppandi ætlar að taka sjálfvalda yfirsetu áður en parað er í viðkomandi umferð.

Skráning

Stigaútreikningur

Verði fleiri en einn jafn í keppni um titilinn „Skákmeistari Norðlendinga“ munu stig ráða, en notast verður við leiðbeinandi fyrirmæli frá Alþjóðaskáksambandinu FIDE.

• Direct encounter
• The greater number of wins
• The greater number of games with Black (unplayed games shall be counted as played with White)
• AROC
• Buchholz Cut 1

Hraðskákmót Norðlendinga

Hraðskákmót Norðlendinga 2018 verður haldið að aðalmótinu loknu, sunnudaginn 29. apríl og hefst kl. 14.30 eða síðar.

Ekkert þáttökugjald er í það mót og í verðlaun eru hefðbundnir verðlaunagripir.

Upplýsingar

Hermann Aðalsteinsson veitir allar frekari upplýsingar – lyngbrekku@simnet.is