16.4.2010 kl. 10:48
Skákþing Norðlendinga hefst í kvöld á Gamla Bauk Húsavík.
Skákþing Norðlendinga 2010 hefst í kvöld á veitingastaðnum Gamla Bauk á Húsavík.
Það er skákfélagið Goðinn sem sér um mótshaldið. Mótið er opið öllu skákáhugafólki.
Skráningarfrestur rennur út kl 19:45 í kvöld, 15 mín áður en mótið hefst.
Alls hafa 24 keppendur skráð sig til leiks og þeir eru:
Gunnar Björnsson Hellir
Hermann Aðalsteinsson Goðinn
Smári Sigurðsson Goðinn
Sigurður H Jónsson SR
Ágúst Örn Gíslason Víkingaklúbburinn
Rúnar Ísleifsson Goðinn
Arnar Þorsteinsson Mátar
Jakob Sævar Sigurðsson Goðinn
Áskell Örn Kárason SA
Stefán Bergsson SA
Steingrímur Hólmsteinsson TK
Tómas Björnsson Víkingaklúbburinn
Vigfús Ó Vigfússon Hellir
Þorvarður Fannar Ólafsson Haukar
Páll Sigurðsson TG
Erlingur Þorsteinsson Goðinn
Jón Úlfljótsson Víkingaklúbburinn
Snorri Hallgrímsson Goðinn
Valur Heiðar Einarsson Goðinn
Hlynur Snær Viðarsson Goðinn
Svanberg Már Pálsson TG
Benedikt Þór Jóhansson Goðinn
Pétur Gíslason Goðinn
Rúnar Sigurpálsson SA
Athygli vekur hve fáir skákmenn úr SA ætla að vera með. Flestir keppenda eru frá Goðanum, alls 10 en aðeins 3 frá SA. 11 keppendur koma frá félögum utan Norðurlands.
Tefldar verða 7 umferðir eftir monrad-kerfi, 4 atskákir og 3 kappskákir. Mótið verður reiknað til Íslenskra skákstiga og til FIDE-skákstiga.
Núverandi skákmeistari Norðlendinga er Gylfi Þórhallsson.
Skákstjóri verður Ólafur Ásgrímsson.
Dagskrá
föstudagur 16 apríl kl 20:00 1-4 umferð. Atskák 25 mín á mann
laugardagur 17 apríl kl 10:30 5. umferð. 90 mín + 30 sek/leik
laugardagur 17 apríl kl 16:30 6. umferð. 90 mín + 30 sek/leik
sunnudagur 18 apríl kl 10:30 7. umferð. 90 mín + 30 sek/leik
Verðlaun
1. sæti. 50.000 krónur (lögheimili á Norðurlandi)
2. sæti. 25.000 krónur ——————————
3. sæti. 10.000 krónur ——————————
1. sæti. 50.000 krónur ( lögheimili utan Norðurlands)
2. sæti. 25.000 krónur ————————————
3. sæti. 10.000 krónur ————————————
Peningaverðlaunum verður skipt á milli manna, verði menn jafnir að vinningum í báðum flokkum.
Aukaverðlaun
Efstur skákmanna undir 1800 íslenskum skákstigum (lögheimili á Norðurl.)
Efstur heimamanna (Félagsmanna Goðans)
Efstur stiglausra. (lögheimili á Norðurl.)
Eingöngu verður hægt að vinna til einna aukaverðlauna.
Hraðskákmót Norðlendinga 2010 verður svo haldið sunnudaginn 18. apríl á sama stað og hefst það eigi fyrr en kl 15:00. Ekkert þátttökugjald er í það mót.
Núverandi Hraðskákmeistari Norðlendinga er Rúnar Sigurpálsson
Skráning og þátttökugjald.
Skráning í mótið er hafin og fer hún fram efst á heimasíðu skákfélagsins Goðans, á sérstöku skráningaformi. Skráningu verður lokað á hádegi 16 apríl.
Þátttökugjaldið í mótið er krónur 2500 fyrir 17 ára og eldri, en 1000 krónur fyrir 16 ára og yngri.
Mögulegar breytingar á framantöldum upplýsingum vera kynntar hér á síðunni, ef með þarf.
Nánari upplýsingar.
Allar upplýsingar um mótsstaðinn, gistimöguleika, hliðarviðburði, og fl. er að finna hér:http://www.godinn.blog.is/blog/godinn/entry/983547/
Upplýsingar um skráða keppendur er að finna hér:
http://spreadsheets.google.com/ccc?key=0Arg3nCphWhFydDR1R09NWVZRUFVjYmQ1WDVDU1ptR0E&hl=en
Mótið á chess-results: http://chess-results.com/tnr32006.aspx
Hermann Aðalsteinsson formaður skákfélagsins Goðans veitir allar upplýsingar um mótið í síma 4643187 og 8213187. lyngbrekka@magnavik.is
