Skákþingið hefst í kvöld kl 19:30

Skákþing Goðans Máta 2013 verður haldið í 10. sinn, helgina 8-10 febrúar nk. í sal Framsýnar-stéttarfélags að Garðarsbraut 26 á Húsavík. Mótið er öllum opið.

Tefldar verða 7 umferðir eftir swissneska-kerfinu,(swiss-manager) 4 atskákir og 3 kappskákir. Mótið verður reiknað til Íslenskra og fideskákstiga.  

Dagskrá:

Föstudagur   8. febrúar  kl 19:30  1-4 umferð.   (atskák 25 mín )
Laugardagur  9. febrúar  kl 11:00  5. umferð.     (90 mín +30 sek á leik)
Laugardagur  9. febrúar  kl 19:30  6. umferð.       ——————-
Sunnudagur  10. febrúar  kl 11:00  7. umferð.       ——————-

Verðlaun verða með hefðbundnu sniði. 3 efstu í fullorðins flokki og 3 efstu í 16 ára og yngri.Farandbikar fyrir sigurvegarann í báðum flokkum. Aðeins félagsmenn í Goðanum-Mátum geta unnið til verðlauna.  

Það stefnir í metþátttöku á mótinu er eins og stendur eru 20 keppendur skráðir til leiks.

Þátttökugjald er 2000 krónur fyrir fullorna og 1000 krónur fyrir 16 ára og yngri. 

Skráning í mótið fer fram hér alveg efst á síðunni á sérstöku skráningarformi

Skákmeistarar Goðans-Máta frá upphafi:

2004    Baldur Daníelsson.
2005    Ármann Olgeirsson
2006    Ármann Olgeirsson       
2007    Smári Sigurðsson         
2008    Smári Sigurðsson 
2009    Benedikt Þorri Sigurjónsson
2010    Rúnar Ísleifsson
2011    Jakob Sævar Sigurðsson
2012    Rúnar Ísleifsson
2013     ?   

ATH. Mögulegt verður að flýta einhverjum skákum í 6. umferð og eins verður mögulegt að flýta skákum í 7. umferð henti það einhverjum.