Birkir og Páll efstir á Skákþing Goðans-Máta

Birkir Karl Sigurðsson (1753) og Páll Snædal Andrason (1752) eru efstir með 3,5 vinning að loknum fjórum atskákumferðum á Skákþingi Goðans sem fram fór í gær. Nú taka við kappskákirnar og eru tefldar tvær slíkar í dag og ein á morgun. 

Sigurður G. Daníelsson (2091), Guðmundur Kristinn Lee (1625), Stephen Jablon (1931) og Smári Sigurðsson (1685) eru í 3.-6. sæti með 3 vinninga.

Alls taka 20 skákmenn þátt í mótinu sem fram fer um helgina í Framsýnarsalnum á Húsavík.

Nárari umfjöllun um mótið er að vænta síðar í dag.