Hraðskákkeppni taflfélaga, hefst venju samkvæmt nú eftir verslunarmannahelgi. Þetta er í 21. skipti sem keppnin fer fram en Taflfélag Reykjavíkur er núverandi meistari. Í fyrra tóku 16 lið þátt keppninni.
Þátttökugjöld eru kr. 7.500 kr. á hverja sveit sem greiðist inn á reikning 327-26-6514, kt. 650214-0640.
Teflt er eftir útsláttarfyrirkomulagi.
Dagskrá mótsins er sem hér segir:
- umferð (16 liða úrslit): Skuli vera lokið eigi síðar en 15. ágúst
- umferð (8 liða úrslit): Skuli vera lokið eigi síðar en 30. ágúst
- umferð (undanúrslit): Skulu fara fram laugardaginn, 5. september
- umferð (úrslit): Skulu fara fram fram laugardaginn, 12. september
Umsjónaraðili getur heimilað breytingar við sérstakar aðstæður. Breyta má dagsetningum á úrslitum og/eða undanúrslitum með samþykki allra viðkomandi taflfélaga.
Skráningarfrestur rennur út 31. júlí nk. Skráning fer fram á www.skak.is(guli kassinn efst). Hægt er að skrá b-sveitir til leiks en a-sveitir njóta forgangs varðandi þátttöku komi til þess að fleiri en 16 lið skrái sig til leiks.
Reglur keppninnar
- Sex manns eru í hvoru liði og tefld er tvöföld umferð, þ.e. allir í öðru liðinu tefla við alla í hinu liðinu. Samtals 12 umferðir, eða 72 skákir.
- Heimalið sér um dómgæslu. Komi til deiluatriða er Ólafur S. Ásgrímsson yfirdómari keppninnar. Mótshaldari leggur fram dómara í undanúrslit og úrslit.
- Undanúrslit og úrslit keppninnar verða reiknuð til alþjóðlegra hraðskákstiga.
- Varamenn mega koma alls staðar inn. Þó skal gæta þess að menn tefli ekki oftar en tvívegis gegn sama andstæðingi og hafi ekki sama lit í báðum skákunum.
- Ætlast er til þess að þeir sem tefli séu fullgildir meðlimir síns félags (á Keppendaskrá SÍ). Aðeins má tefla með einu taflfélagi í keppninni.
- Liðsstjórar koma sér saman um hvenær er teflt og innan tímaáætlunar. Komi liðsstjórar sér ekki saman um dagsetningu innan tímaramma getur umsjónaraðili ákvarðað tímasetningu.
- Verði jafnt verður tefldur bráðabani. Það er tefld er einföld umferð þar sem dregið er um liti á fyrsta borði og svo hvítt og svart til skiptist. Verði enn jafnt verður áfram teflt áfram með skiptum litum þar til úrslit fást.
- Heimalið bjóði upp á léttar veitingar, t.d. kaffi, gos, kökur. Mótshaldari sér um veitingar í undanúrslitum og úrslitum.
- Meðlimir b-sveita skula ávallt vera stigalægri en meðlimir a-sveitar (FIDE-stig) sömu umferðar. Skákmaður sem hefur teflt með a-sveit getur ekki teflt með b-sveit síðar í keppninni.
- Viðureignirnar skulu fara fram innan 100 km. radíus (max 1-1,5 klst.ferðalag) frá Reykjavík nema að félög komi sér saman um annað.
- Úrslitum skal koma til umsjónarmann eins fljótt og auðið er í netfangið hradskakkeppni@skakhuginn.is og eigi síðar en 12 klukkustundum eftir að keppni lýkur.
- Úrslit keppninnar verða ávallt aðgengileg á heimasíðu Hugins,www.skakhuginn.is sem er heimasíða keppninnar, og á www.skak.is.
- Mótshaldið er í höndum Skákfélagsins Hugins sem sér um framkvæmd mótsins og mun útvega verðlaunagripi.
Upplýsingar um þegar skráðar sveitir má finna hér.