Ingvar Þór Jóhannesson (2372) vann pólska skákmeistarann Michal Karpus (2114) í fyrstu umferð minningarmóts um Najdorf sem hófst í Varsjá í gær. Ingvar teflir við pólska stórmeistarann Jacek Tomsczak (2579) í annari umferð sem hófs nú kl 15:00 og hægt er að fylgjast með skákinni í beinni hér fyrir neðan.

Sigurbjörn Björnsson tekur einnig þátt í mótinu og mætir stigahæsta keppenda mótsins, búlgarska stórmeistaranum Ivan Cheparinov (2683) í dag.

Alls tefla 83 skákmenn í efsta flokki og þar af eru 23 stórmeistarar. Ingvar er nr. 39 í stigaröð keppenda en Sigurbjörn er nr. 52.

Á Skákbloggi Ingvars Zibbit Chess er hægt að lesa færslu um mótið og skoða skák hans úr fyrstu umferð.