Smári 15 mín. skákmeistari Goðans 2010.

Smári Sigurðssonvann sigur á 15 mín skákmóti Goðans sem fram fór á Laugum í dag. Smári fékk 5 vinninga af 6 mögulegum og leyfði aðeins jafntefli gegn Rúnari og Hermanni í lokaumferðinni.  Rúnar Ísleifsson varð í öðru sæti og jafnir í 3-5 sæti urðu Jakob, Hermann og Sigurbjörn með 3,5 vinninga. Jakob fékk bronsverðlaunin á stigum. Valur Heiðar Einarsson vann yngri flokkinn.

sept 2010 006
 

Jakob Sævar, Valur Heiðar, Smári Sigurðsson 15 mín meistari og Rúnar Ísleifsson. 

Nafn Stig 1 2 3 4 5 6 7 Vinningar SB Stigabr.
1 Smári Sigurðsson 1745 * ½ ½ 1 1 1 1 5 12,25 20
2 Rúnar Ísleifsson 1755 ½ * 1 0 ½ 1 1 4 9,25 -10
3 Hermann Aðalsteinsson 1515 ½ 0 * ½ 1 ½ 1 3,5 8,5 31
4 Jakob Sævar Sigurðsson 1750 0 1 ½ * 0 1 1 3,5 7,25 -26
5 Sigurbjörn Ásmundsson 1330 0 ½ 0 1 * 1 1 3,5 7 102
6 Ármann Olgeirsson 1540 0 0 ½ 0 0 * 1 1,5 1,75 -35
7 Valur Heiðar Einarsson 1410 0 0 0 0 0 0 * 0 0 -45

 

Þetta var þriðji sigur Smára á 15 mín móti Goðans frá upphafi en hann vann mótið 2007 og 2008. Jakob Sævar bróðir hans vann svo mótið í fyrra.