Smári efstur á æfingu

Smári Sigurðsson varð efstur með fullt hús vinninga á síðustu skákæfingu ársins 2012 sem fram fór á Húsavík í kvöld. Fyrst voru tefldar 10 mín. skákir og þar urðu úrslit sem hér segir:
1. Smári Sigurðsson                4 vin. af 4
2.-3. Sigurbjörn Ásmundsson    2
2.-3. Heimir Bessason              2
4.-5. Ævar Ákason                   1
4.-5. Hlynur Snær Viðarsson     1
 
Að því loknu langaði mannskapinn í hraðskák að undanskildum Heimi sem kvaddi og hélt heim. Þeir sem eftir voru tefldu eina hraðskákumferð og hún fór svona:
 
1. Smári    3 vin. af 3
2. Bjössi    2
3.-4. Hlynur  1/2
3.-4. Ævar    1/2
 
Síðasti viðburður ársins er hið árlega hraðskákmót Goðans-Máta sem haldið verður föstudagskvöldið 28. desember nk. í Framsýnarsalnum og hefst það kl 20:00