Smári Sigurðsson

Smári Sigurðsson varð efstu á æfingu sem fram fór á mótavefnum Tornelo.com í gærkvöld. Smári fékk 6,5 vinninga af 7 mögulegum. Sigurður Eiríksson varð annar með 5 vinninga og Adam Ferenc Gulyas og Kristján Ingi Smárason urðu jafnir í 3 sæti með 4,5 vinninga. Átta keppendur tóku þátt í æfingunni og tefldar voru skákir með 7 mín umhugsunartíma á mann.

Lokastöðuna má skoða hér

Keppendur á æfingunni

Herman Aðalsteinsson var mótsstjóri og tók ekki þátt í æfingunni að þessu sinni enda tók það nokkurn tíma að rifja upp hvernig Tornelo virkar enda hefur vefurinn tekið miklum breytingum frá því þegar við notuðum hann síðast. Allt gekk þetta þó fyrir rest. Allir keppendur tengust saman í gegnum google Meet og hægt var að spjalla saman á milli umferða og að æfingu lokinni.

Hægt er að skrá sig í næstu æfingu, sem verður fimmtudagskvöldið 26 sept, einnig á Tornelo.