Sigurður Eiríksson varð efstur með fullt hús á skákæfingu sem fram fór á Vöglum sl. mánudagskvöld. Sigurður gaf engin grið og fékk 6 vinninga af 6 mögulegum. Hilmar Freyr Birgisson kom næstur með 4,5 vinninga og Ingi Hafliði Guðjónsson varð þriðji með 4 vinninga.
Lokastöðuna má skoða á Chess-manager
Allir tefldu við alla og tóku 7 keppendur þátt. Tímamörk voru 10 mín.
Næsta skákæfing fer fram á chess.com annað kvöld kl 20:20