Smári Sigurðsson varð í dag héraðsmeistari HSÞ í skák í fyrsta sinn. Smári fékk 5 vinninga af 6 mögulegum. Pétur Gíslason varð annar með 4 vinninga og Jakob Sævar Sigurðsson þriðji með 3,5 vinninga. Tómas Veigar Sigurðarson vann sigur í mótinu sjálfu með 5,5 vinningum en þar sem hann keppti sem gestur gat hann ekki unnið til verðlauna.
Tímamörk voru 20 mín á mann og 11 keppendur tóku þátt í mótinu. Gestur Vagn Baldursson varð héraðsmeistari HSÞ 16 ára og yngri með 3 vinninga. Mótið fór fram á Húsavík.
Héraðsmót HSÞ 12 febrúar 2007 Húsavík.
- Tómas Veigar Sigurðsson 5,5 vinn (af 6 mögul.)
- Smári Sigurðsson 5
- Pétur Gíslason 4
- Jakob Sigurðsson 3,5
- Sigurður Eiríksson 3
- Gestur Vagn Baldursson 3 (13-16 ára)
- Dagur Þorgrímsson 3 (13-16 ára)
- Hermann Aðalsteinsson 3
- Sigurbjörn Ásmundsson 2,5
- Sæþór Örn Þórðarson 2 (13-16 ára)
- Sigurður Atli Helgason 1,5 (13-16 ára)