Smári Sigurðsson varð Hraðskákmeistari Goðans 2024 en mótið fór fram á Húsavík í gærkvöld. Smári fékk 7 vinninga af 9 mögulegum, en það gerði einnig gestur mótsins, Benedikt Stefánsson sem varð hærri á oddastigum en Smári og efstur á mótinu.
Adam Ferenc Gulyas hreppti 2. sætið á oddastigum og Rúnar Ísleifsson það þriðja með 6,5 vinninga hvor. það munaði því einugis hálfum vinningum á 4 efstu á mótinu.
Smári var að vinna mótið í þriðja sinni í röð, en hann hefur unnið þetta mót níu sinnum alls.
Lokastaðan.
1. | Stefansson, Benedikt | 1746 | 7.0 | |
2. | Sigurdsson, Smari | 1937 | 7.0 | |
3. | Gulyas Adam Ferenc | 1770 | 6.5 | |
4. | Isleifsson, Runar | 1864 | 6.5 | |
5. | Smarason, Kristjan Ingi | 1756 | 5.0 | |
6. | Johannsson, Benedikt Thor | 1687 | 4.5 | |
7. | Adalsteinsson, Hermann | 1685 | 3.5 | |
8. | Asmundsson, Sigurbjorn | 1698 | 3.0 | |
9. | Akason, Aevar | 1665 | 2.0 | |
10. | Lesman Dorian | 1612 | 0.0 |
Tefldar voru 9 umferðir og tímamörkin voru 5+2. Hér fyrir neðan má skoða myndir sem Viðar Njáll Hákonarson tók.