Rúnar, Smári og Adam.

Smári Sigurðsson varð Hraðskákmeistari Goðans 2024 en mótið fór fram á Húsavík í gærkvöld. Smári fékk 7 vinninga af 9 mögulegum, en það gerði einnig gestur mótsins, Benedikt Stefánsson sem varð hærri á oddastigum en Smári og efstur á mótinu.

Adam Ferenc Gulyas hreppti 2. sætið á oddastigum og Rúnar Ísleifsson það þriðja með 6,5 vinninga hvor. það munaði því einugis hálfum vinningum á 4 efstu á mótinu.

Smári var að vinna mótið í þriðja sinni í röð, en hann hefur unnið þetta mót níu sinnum alls.

Lokastaðan.

1. Stefansson, Benedikt 1746 7.0
2. Sigurdsson, Smari 1937 7.0
3. Gulyas Adam Ferenc 1770 6.5
4. Isleifsson, Runar 1864 6.5
5. Smarason, Kristjan Ingi 1756 5.0
6. Johannsson, Benedikt Thor 1687 4.5
7. Adalsteinsson, Hermann 1685 3.5
8. Asmundsson, Sigurbjorn 1698 ​ 3.0
9. Akason, Aevar 1665 2.0
10. Lesman Dorian 1612 0.0

Mótið á Chess-manager.

Tefldar voru 9 umferðir og tímamörkin voru 5+2. Hér fyrir neðan má skoða myndir sem Viðar Njáll Hákonarson tók.

Dorina – Adam
Hermann – Benedikt
Rúnar – Adam
Benedikt – Dorian
Ævar – Benedikt Stefánsson
Hermann – Bjössi