Hraðskákmót Goðans 2024 fer fram miðvikudagskvöldið 18. desember kl 20:00 í Framsýnarsalnum á Húsavík. Við reiknum með að tefla allir við alla með 5 mín +2 sek/leik í viðbótartíma, en ef margir mæta til leiks verður umferðafjöldinn endurskoðaður.

Ókeypis verður í mótið. Verðlaun verða veitt fyrir þrjá efstu og sigurvegarinn hlýtur nafnbótina hraðskákmeistari Goðans 2025

Skráning í mótið fer eingöngu fram á netinu og það er gert hér

Þegar skráðir keppendur

Mótið fer nú fram í 20 skiptið. Smári Sigurðsson hefur lang oftast unnið þennan titil, eða 8 sinnum og er hann núverandi hraðskákmeistarir Goðans. Athyglisvert er að aðeins 5 skákmenn hafa unnið þennan titil frá upphafi.

2005 Baldur Daníelsson
2006 Smári Sigurðsson
2007 Tómas Veigar Sigurðarson
2008 Smári Sigurðsson
2009 Jakob Sævar Sigurðsson
2010 Rúnar Ísleifsson
2011 Jakob Sævar Sigurðsson
2012 Smári Sigurðsson
2013 Smári Sigurðsson
2014 Smári Sigurðsson   
2015 Tómas Veigar Sigurðarson 
2016 Smári Sigurðsson
2017 Tómas Veigar Sigurðarson
2018 Tómas Veigar Sigurðarson
2019 Rúnar Ísleifsson 
2020 Tómas Veigar Sigurðarson (Tornelo)
2021 Jakob Sævar Sigurðsson
2022 Smári Sigurðsson
2023 Smári Sigurðsson