29.12.2013 kl. 10:08
Smári hraðskákmeistari í fjórða sinn
Smári Sigurðsson vann sigur á hraðskákmóti GM-Hellis (norðursvæði) með fáheyrðum yfirburðum í gærkveldi. Smári gerði sér lítið fyrir og vann alla sína andstæðinga níu að tölu. Svo miklir voru yfirburðir Smára að hann endaði mótið með þremur vinningum meira en næstu menn. Í 2-4 sæti urðu jafnir, Sigurbjörn Ásmundsson, Benedikt Þór Jóhannsson og Jakob Sævar Sigurðsson, allir með 6 vinninga og hreppti Sigurbjörn annað sætið og Benedikt varð þriðja eftir stigaútreikninga. Jón Aðalsteinn Hermannsson vann sigur í flokki 16 ára og yngri, enda eini keppandinn þar.
Lokastaðan:
1. Smári Sigurðsson 9 af 9 !
2-4 Sigurbjörn Ásmundsson 6
2-4 Benedikt Þór Jóhannsson 6
2-4 Jakob Sævar Sigurðsson 6
5-6 Hlynur Snær Viðarsson 5
5-6 Ármann Olgeirsson 5
7 Hermann Aðalsteinsson 4
8 Ævar Ákason 3
9 Jón Hafsteinn Jóhannsson 1
10 Jón Aðalsteinn Hermannsson 0
Eitthvað var formaður félagsins illa upplagður á mótinu, því fyrir utan lélega frammistöðu á mótinu, gleymdi hann að taka myndir og gleymdi líka verðlaununum heima, svo að verðlaunahafar verða að bíða þar til á næsta ári til að fá verðlaunin afhent.