16.11.2008 kl. 21:55
Smári Sigurðsson 15 mín meistari Goðans annað árið í röð.
Smári Sigurðsson sigraði á 15 mín skákmóti Goðans sem fram fór í gær á Húsavík.
Keppnin varð jöfn og spennandi um efsta sætið og úrslit réðust ekki fyrr en í lokaumferðinni.
Smári fékk 5,5 vinninga af 7 mögulegum. Í öðru sæti varð Rúnar Ísleifsson, einnig með 5,5 vinninga og Jakob Sævar Sigurðsson varð í 3. sæti, líka með 5,5 vinninga. Smári stóð uppi sem sigurvegari eftir stigaútreikning. Þetta er annað árið í röð sem Smári vinnur 15. mín. mót Goðans.
Alls tóku 13 keppendur þátt í mótinu.
Snorri Hallgrímsson sigraði í yngri flokki. Hann fékk 4 vinninga.
Allir keppendur í yngri flokki fengu CD-disk með skákþrautum, sem
og þrír efstu í eldri flokki.
Úrslit urðu eftirfarandi:
1. Smári Sigurðsson 5,5 vinn af 7 mögulegum
2. Rúnar Ísleifsson 5,5
3 Jakob Sævar Sigurðsson 5,5
4. Hermann Aðalsteinsson 4,5
5. Ármann Olgeirsson 4,5
6. Orri Freyr Oddsson 4
7. Baldvin Þ Jóhannesson 4
8. Snorri Hallgrímsson 4 (1. sæti 12 ára og yngri)
9. Heimir Bessason 3,5
10. Hlynur Snær Viðarsson 2,5
11. Valur Heiðar Einarsson 2,5
12. Ágúst Már Gunnlaugsson 2
13. Axel Smári Axelsson 1
Næsta skákmót hjá félaginu er hraðsákmótið sem haldið verður 27 desember.
H.A.