Jakob með jafntefli.

Jakob Sævar gerði jafntefli við Svanberg Má Pálsson (1829) í 3 umferð Skákþings Hafnarfjarðar sem tefld var í gærkvöldi. Jakob hefur 1 vinning.  Árni Þorvaldsson veiktist í gær og því fékk Jakob Svanberg í staðinn.

2 Umferðir verða tefldar í dag. 4. umferð hefst kl 11:00 . Andstæðingur Jakobs í 4 umferð verður Sverrir Örn Björnsson (2107) Jakob stýrir svörtu mönnunum gegn Sverri. 5. umferð hefst kl 16:00. H.A.