
Það var engu líkar en allir gætu unnið alla og menn gætu tapa fyrir hverjum sem væri á Huginsæfing sem haldin var í Mjóddinni þann 15. desember sl. Þegar upp var staðið fóru leikar þannig í eldri flokki að Stefán Orri Davíðsson stóð uppi sem sigurvegari með 4,5v af 5 mögulegum. Stefán Orri landaði þar með sínum fyrsta sigri í eldri flokki á þessum æfingum. Annar var Óskar Víkingur Davíðsson með 3,5v og 11,5 stig. Þriðji varð svo Alec Elías Sigurðarsson einnig með 3,5v en 11 stig.
Úrslitin í yngri flokki voru hefðbundnari en þar sigraði Gabríel Sær Bjarnþórsson með 6v í sjö skákum. Annar varð Ísak Orri Karlsson með 5v og þriðji varð Arnar Jónsson með 4v.
Í æfingunni tóku þátt: Stefán Orri Davíðsson, Óskar Víkingur Davíðsson, Alec Elías Sigurðarson, Alexander Már Bjarnþórsson, Heimir Páll Ragnarsson, Felix Steinþórsson, Atli Mar Baldurson, Brynjar Haraldsson, Sindri Snær Kristófersson, Gabríel Sær Bjarnþórsson, Ísak Orri Karlsson, Arnar Jónsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Þórdís Agla Jóhannsdóttir, Karitas Jónsdóttir og Adam Omarsson.
Hlé verður gert á æfingunum um jólin. Næsta æfing verður á nýju ári mánudaginn 5. janúar 2015 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.
