Stelpuæfingar Skákfélagsins Hugins eru byrjaðar en þær verða í vetur á miðvikudögum og hefjast kl. 17:15. Fyrirkomulagið þannig á æfingunum verða 5 eða 6 umferðir með umhugsunartíma 10 eða 7 mínútur. Einnig verður farið í dæmi og endatöfl eins og tími vinnst til. Einhverjar æfingar verða einnig eingöngu teknar undir kennslu. Æfingarnar eru opnar öllum stelpum á grunnskólaaldri. Ef ástæða er til verður skipt í tvo flokka eftir aldri og styrkleika á sumum æfingum. Engin þátttökugjöld.
Æfingarnar verða haldnar í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a, Mjódd. Inngangur er við hliðina á Subway en salur félagsins er á þriðju hæð hússins. Umsjón með æfingunum hefur Elsa María Kristínardóttir.