13.6.2009 kl. 10:17
SÞN 2009. Ármann með 1. vinning.
Okkar maður, Ármann Olgeirsson, er með 1. vinninga að fjórum umferðum loknum á Skákþingi Norðlendinga sem hófst í gærkvöldi á Akureyri. Ármann tapaði fyrir Tómasi Veigari í fyrstu umferð en vann Herstein Hreiðarsson í annari umferð. Ármann tapaði svo fyrir Jóni K Þorgeirssyni og Sindra Guðjónssyni í 3 og 4. umferð.
Ármann Olgeirsson
5. umferð hefst kl 11:00 en ekki veit ritstjóri við hvern Ármann á að telfa þá, því rangar upplýsingar eru á heimasíðu SA. um pörun 5. umferðar.
Samkvæmt heimasíðu SA. eru 16 keppendur á mótinu í ár.
Sjá nánar hér: http://skakfelag.muna.is/news/skakthing_nordlendinga_2009.7/
H.A.
