Taflfélag Garðabæjar fór í heimsókn í stúkuna í kópavogi þar sem félagið fékk fínar móttökur. Nú skyldi tekið þátt í 16 liða úrslitum í Hraðskákkeppni Taflfélaga
Nokkuð vantaði í lið TG en samt voru mættir þar 2 A liðs menn auk kjarninn úr B liði félagsins og mættum þar mjög ungu liði Breiðabliks sem var svo sannarlega sýnd veiði en ekki gefin.
Fyrirliði Blikana fór Birkir Karl Sigurðsson þjálfari sem gerði sér lítið fyrir og vann 11 af 12 skákum og fór fremur illa með okkar menn. Strákarnir sem hann þjálfar eru ekki orðnir neinir aukvisar og ótrúlegir hlutir hafa gerst í unglingastarfi Blika með stráka sem varla kunnu meira en mannganginn fyrir 2-3 árum síðan eru orðnir vel þéttir skákmenn. Stephan Briem var þar fremstur með 7,5 vinning og Sverrir Hákonarson var með 6 vinninga.
Páll Andrason og Jón Magnússon voru bestir gestana með 10 vinninga
Meðalstigin voru samt duglega okkar megin (1684/1770 gegn 1462) og ljóst að við megum æfa okkur meira.
TG var yfir frá fyrstu umferð og fram í 10 umferð með mjög litlum mun ca. 1-3 vinningar (1 vinningur í hálfleik 17,5 – 18,5 þegar TG styrkti lið sitt) en komst í 4 vinninga forustu fyrir síðustu umferð en hún hvarf í þeirri síðustu þegar Blikar unnu 5-1 stórsigur og tryggðu sér bráðabana.
Bráðabanann vann svo TG 4-2 og eru því komnir áfram í 8 liða úrslit og mæta Taflfélag Reykjavíkur þar.
Páll Sigurðsson
liðsstjóri TG.