29.10.2012 kl. 10:00
Þröstur teflir á alþjóðlegu móti í Englandi
Stórmeistarinn Þröstur Þórhallsson (2436) tekur þessa dagana þátt í alþjóðlegu skákmóti í Basingstoke í Englandi. Eftir 3 umferðir hefur Þröstur 1½ vinning.
Þröstur Þórhallsson lengst til vinstri.
Í fyrstu umferð nýtti Þröstur sér ákvæði í mótsreglum, sat yfir á meðan hann horfði á leik Arsenal og QPR þar sem fyrrnefnda liðið vann 1-0 sigur með rangstöðumarki, og fékk fyrir það ½ vinning.
Í gær gerði hann svo 2 jafntefli við enska skákmenn. Í þeirri fyrri við James Holland (2251) og í þeirri síðari við Mark Josse (2147).
Í dag eru tefldar 2 umferðir og mætir Þröstur Englendingum Edmund C Player (2215) í fyrri skák dagsins.
24 skákmenn taka þátt í efsta flokki mótsins og þar af eru 4 stórmeistarar. Þröstur er nr. 6 í stigaröð keppenda. Tefldar eru tvær skákir alla keppnisdaga mótsins nema þann fyrsta.