Tómas Veigar Sigurðarson

Tómas Veigar Sigurðarson vann öruggan sigur á sumarskákmóti Goðans sem fram fór í dag í Framsýnarsalnum á Húsavík. Tómas gerði sér lítið fyrir og vann alla sína sjö andstæðinga. Tómas hafði ekki teflt á reiknuðu hraðskákmóti síðan í apríl árið 2019 og sýndi svo sannarlega að hann hafði engu gleymt og mun hækka um 23 hraðskákstig.

Smári Sigurðsson varð annar með 5,5 vinninga og Kristján Ingi Smárason og Sigurður Eiríksson urðu jafnir með 4 vinninga í 3-4 sæti en Kristján fékk þriðja sætið á stigum. Teflar voru 7 umferðir, allir við alla og tímamörkin voru 10 mín. Mótsstjóri var Hermann Aðalsteinsson.

Lokastaðan.

1. Sigurdarson, Thomas Veigar 2040 7.0
2. Sigurdsson, Smari 1927 5.5
3. Smarason, Kristjan Ingi 1727 4.0
4. Eiriksson, Sigurdur 1885 4.0
5. Gulyas Adam Ferenc 1785 3.0
6. Asmundsson, Sigurbjorn 1686 2.5
7. Pinero Sergio 0 2.0
8. Lesman Dorian 1643 0.0

Mótið á chess-manager

Mótið í dag var hluti af heimsmet tilraun hjá FIDE í tilefni af 100 ára afmæli þess.

Einn nýliði tók þátt í mótinu, Sergio Pinero og krækti hann í tvo vinninga sem dugar til þess að hann fái síns fyrstu hraðskákstig þann 1. ágúst nk.

Hér fyrir neðan má skoða myndir frá mótinu.

Sergio Pinero
Sigurður Eiríksson, nýjast meðlimur Goðans og Dorian Lesman
Smári og Sigurbjörn. Adam og Sergio fjær

Dorian og Sigurður. Kristján og Tómas fjær