Tómas Veigar Sigurðarson vann sigur á héraðsmóti HSÞ í skák sem fram fór í gærkvöldi á Húsavík. Mótið var afar spennandi og litlu munaði á efstu mönnum. Stigaútreikning þurfti til að skera úr um efstu sætin. Þar stóð Tómas best af vígi og vann sigur á mótinu með 6 vinninga af 8 mögulegum. Sigurður G Daníelsson, sem einnig fékk 6 vinninga, varð í öðru sæti. Hermann Aðalsteinsson varð í 3 sæti með 5,5 vinninga og örlítið stigahærri en Jakob Sævar sem einnig var með 5,5 vinninga. Hermann hreppti því bronsið.
1-2 Tómas Veigar Sigurðarson, 1900 6 20.50
Sigurður G Daníelsson, 1838 6 18.75
3-4 Hermann Aðalsteinsson, 1305 5.5 16.50
Jakob Sævar Sigurðsson, 1694 5.5 15.75
5 Rúnar Ísleifsson, 1679 5
6 Smári Sigurðsson, 1736 4.5
7 Hlynur Snær Viðarsson, 1113 2.5
8-9 Sigurbjörn Ásmundsson, 1180 0.5 0.25
Sighvatur Karlsson, 1268 0.5 0.25
Tímamörk í mótinu voru 10 mín + 5 sek á leik og tefldu allir við alla.