sson-tr.jpg

Skákfélag Selfoss og nágrennis fékk góða heimsókn TR manna 21. ágúst í Hraðskákskeppni taflfélaga. Teflt var í Fischersetri, en þar er félagsaðstaða SSON.

TR vann öruggan sigur eða 65 v. á móti 7 v. heimamanna. Skor TR manna á efstu borðum var eftirfarandi:

Hannes Hlífar Stefánsson 12  v. af /12
Guðmujndur Kjartansson  10,5/12
Þorvarður Fannar Ólafsson   11/12
Daði Ómarsson       12/12
Kjartan Maack 10,5/11

Ingimundur Sigurmundsson var með flesta vinninga heimamanna eða 2,5 v. /12

SSON þakkar TR-ingum fyrir skemmtilega heimsókn og góða keppni og óskar
þeim góðs gengis í framhaldi keppninnar.

Úrslit fyrstu umferðar

  • Taflfélag Bolungavíkur – Skákdeild Hugins b-sveit 39½-38½
  • Skákdeild Hauka – Vinaskákfélagið 33-39
  • Skakfélags Selfoss og nágrennis – Taflfélag Reykjavíkur 7-65
  • UMSB – Taflfélag Reykjavíkur (unglingasveit) 28½-43½
  • Taflfélag Vestmannaeyja – Skákfélagið Huginn a-sveit 16½-55½
  • Taflfélag Garðabæjar – Skákdeild Fjölnis 18-56
  • Skákfélag Íslands – Víkingaklúbburinn 34-38
  • Skákfélag Akureyrar – Skákfélag Reykjanesbæjar 33-39

Einnig er búið að draga til annarrar umferðar.

Þar mætast:

  • Skákdeild Fjölnis – Taflfélag Bolungarvíkur
  • Taflfélag Reykjavíkur – Vinaskákfélagið
  • Víkingaklúbburinn Skákfélagið Huginn
  • Taflfélag Reykjavíkur (unglingasveit) – Skákfélag Reykjanesbæjar

Átta liða úrslit skulu klárast eigi síðar en 29. ágúst. Undanúrslit fara fram fimmtudaginn 4. september nk.