Undirbúningur fyrir Íslandsmót skákfélaga hafinn.

Eins og væntanlega flestir félagsmenn vita þá stefnir félagið á að senda 2 skáksveitir til keppni á Íslandsmóti skákfélaga sem fer fram 3-5 október í Reykjavík. (fyrri hluti)

Allir félagsmenn fengu í gær (mánudag) e-mail þar sem óskað er eftir því að áhugasamir skrái sig til keppni.  Nú aðeins sólarhring síðar hafa 7 félagsmenn skráð sig til keppni fyrir Goðann.
Til þess að manna tvær sveitir þurfum við 12 keppendur og svo 1-2 varamenn, alls 13-14 keppendur. Þannig að ekki vantar nema 6-7 í viðbót til þess að markmiðið náist.

Ég bendi áhugasömum félögum á að hafa samband við formann og skrá sig til leiks.