23.7.2009 kl. 10:26
Unglingalandsmót UMFÍ framundan.
Um Verslunarmannahelgina verður Unglingalandsmót UMFÍ haldið á Sauðárkróki. Þar verður ma. keppt í skák.
Keppt verður í eftirtöldum aldursflokkum :
Flokki 17-18 ára Strákar/stelpur
Flokki 15-16 ára ——————
Flokki 13-14 ára ——————
Flokki 11-12 ára ——————
Telft verður laugardaginn 1. ágúst og hefst keppnin kl. 10. Gert er ráð fyrir 10 mín upphugsunartíma, en fyrirkomulag keppninnar ræðst að öðru leiti af þátttöku.
Skákfélagið Goðinn mun greiða helming þátttökugjaldsins fyrir þá keppendur sem ætla að keppa í skák fyrir HSÞ. Þátttökugjaldið er 6000 krónur.
Nú þegar hefur Snorri Hallgrímsson skráð sig til keppni.
Sjá nánar hér: http://www.umfi.is/unglingalandsmot/keppnin/keppnisgreinar/skak/
Skráningarfrestur rennur út mánudagskvöldið 27 júlí !
Upplýsingar frá HSÞ eru hér:
