IMG_1852Unglingameistaramót Hugins 2014 (suðursvæði) hefst mánudaginn 27. október n.k. kl. 16.30 þ.e. nokkru fyrr heldur en venjulegar mánudagsæfingar. Mótinu verður svo fram haldið þriðjudaginn 28. október n.k. kl. 16.30.  Tefldar verða 7 umferðir eftir Monrad kerfi. Fyrri keppnisdaginn verða fjórar skákir og þrjár þann seinni. Umhugsunartími á hverja skák er 20 mínútur. Mótið er opið öllum 15 ára og yngri í grunnskóla en titilinn sjálfan getur aðeins félagsmaður í Huginn unnið. Á meðan á mótinu stendur falla venjulegar barna- og unglingaæfingar niður. Næsta barna- og unglingaæfing eftir unglingameistaramótið verður mánudaginn 3. nóvember n.k.  Keppnisstaður er Álfabakki 14a (inngangur milli Subway og Fröken Júlíu) og er salur félagsins á þriðju hæð. Engin þátttökugjöld.

Verðlaunagripir verða fyrir þrjú efstu sætin. Allir þátttakendur fá skákbók.

Umferðatafla:

1.-4. umferð:                Mánudaginn 27. október kl. 16.30

5.-7. umferð:                Þriðjudaginn 28. október kl. 16.30

Verðlaun:

  1. Unglingameistari Hugins (suðursvæði) fær farandbikar til varðveislu í eitt ár.
  2. Þrír efstu fá verðlaunagripi til eignar.
  3. Allir keppendur fá skákbók.
  4. Þrír efstu 12 ára og yngri fá verðlaunapening.
  5. Stúlknameistari Hugins (suðursvæði) fær verlaunagrip til eignar.